16 nóvember 2008

Vísa eftir Baldvin Jónatansson skáld


Taktu af minni tungu höft
svo talað geti betur.
En fyrir öll þín axarsköft
iðrast skalt þú Pétur.

Baldvin Jónatansson f.1860 - d.1944

Um höfund:
Var í Víðiseli, Holtakoti og víðar. Dó á Halldórsstöðum. Foreldrar Jónatan Eiríksson og kona hans Guðrún Stefánsdóttir. Heimild: Ættir Þingeyinga bls. 262

Heimild:
Vísnasafn Sigurjóns Sigtryggssonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga

Engin ummæli: