13 nóvember 2008

Sveinn Þórarinsson segir frá:

Úr minnisbókum Williams eða Þórs Pálssona:

Þórarinn faðir minn byggði "Stekk" sunnan í Þorgerðarfjalli, þar man ég eftir að fært var frá - Einnig byggði hann "beitarhúsin" sem tóku 80 sauði. Áður keypti hann 1849 "Sel" það er séra Jón á Grenjaðarstað lét byggja 1844, í hvamminum þar sem tóftarbrotin eru neðan við lindina í fjallinu, (norðan við beitarhúsin).
Eftir að Þórarinn fór að búa (á Halldórsst.) flutti hann kornmylluna (sem faðir hans bygði ofan við "Hornhúsin") suður og uppí holtið og hleypti læknum suður úr farveginum að henni og svo út í gilið aftur, ástæðan til þessa fluttníngs var sú að mikið fennti að henni í gilinu.

Engin ummæli: