09 nóvember 2008

Skyttan Magnús Ásmundsson


Úr minnisbókum William eða Þórs Pálssona:


Magnús [Ásmundsson] var mjög góð skytta, var hann og mjög heppin grenjaskytta. Skaut hann eitt sinn þrjú fullorðin dýr við eitt og sama greni (Sögn Sigurðar Eyjólfssonar bónda í Hólum). Einnig var hann mikil hreindýraskytta. Átti hann riffil, sem hann notaði við hreindýraveiðar; var það og mjög fágætt að menn ættu riffla á þeim dögum. Það var hans föst venja, áður en hann fór á hreindýraveiðar, að skjóta einu reynslu skoti í mark, hafði hann þá taðflögur fyrir skotspón, sem hann reysti upp á öskuhaugnum, er var úti við Brennilækinn. en stóð sjálfur heima við bæjardyr, er það __ faðma færi. Hann fór venjulega á hverju hausti austur á Reykjaheiði á hreindýraveiðar og flutti mötuna og skinnin heim í bú sitt. Það sagði gömul kona (Sveini Þórarinssyni, syni Magnúsar) sem vinnukona var hjá Magnúsi, að hann hefði stundum saltað hreindýrakjötið saman við sauðakjötið, sitt lagið af hvoru í tunnuna.

Engin ummæli: