13 nóvember 2008

Sveinn Þórarinsson segir frá:

Úr minnisbókum Williams eða Þórs Pálssona:

Magnús Ásmundsson byggði á Halldórsstöðum, stofu sunnan við bæjardyrnar árið 1834; var hún kölluð "Nýja stofa" þegar ég man fyrst eftir. Stekk lét hann byggja í Stekkjardal. Magnús bróðir minn sagðist muna eftir að fyrstu árin eftir að hann fór að fara á stekk, hefði verið fært frá á stekknum í Stekkjardal.
Magnús Ásm. afi minn byggði kornmyllu í brennilækjargilinu rétt ofan við "Hornhúsin", lét lækinn hreyfa hana með spjaldakorti sem vatnið féll á, malaði í henni allt sitt korn, einnig nokkuð fyrir aðra bændur. Heimamalað mjög þótti miklu betra en hið danska mjöl sem sífellt var skemmt og svikið. Um þetta bil voru fleiri bændur að koma sér upp kornmyllum, þar sem svo hagaði til að lækir voru hentugir til þess.

Engin ummæli: