01 nóvember 2008

"Skjóttu Magnús, ég er dauður hvort eð er" - hreppstjórarnir Magnús á Halldórsstöðum og Jakob á Breiðumýri á hreindýraveiðum

Tekið úr minnisbók Þórs eða William Francsis Pálssona:

Eitt haust fóru þeir báðir hreppstjórarnir (í Helgastaðahreppi), Jakob Pétursson á Breiðumýri og Magnús Ásmundsson á Halldórsst. austur á Reykjaheiði til hreindýraveiða. Þeir særðu og biluðu stóran hreintarf, ætluðu að kreppa að honum við eða milli gjáa, og taka hann höndum. Þá réðist dýrið á Jakob og tók hann upp á hornin og fór á stað með hann, þá kallaði Jakob, "Skjóttu Magnús, ég er dauður hvort sem er."
Magnús skaut dýrið með Jakob á hálsi eða hornum , það féll dautt niður til jarðar en Jakob sakaði ekki.

Engin ummæli: