09 nóvember 2008

Námfýsi Magnúsar Ásmundssonar


Úr minnisbókum William eða Þórs Pálssona:


Magnús [Ásmundsson] var námfús mjög í æsku, og vildi læra skrift, en faðir hans hjelt honum fast til vinnunnar eins og títt var í þá daga. Fór hann þá upp á eigin spýtur að reyna að læra það þegar hann var við fjárhirðingar og tæki sín hafði hann í húsunum, en ekki voru þau tæki sem fullkomnust: pappírinn var gamall hvítur hrosskjálki , en penninn og blekið viðarkolamoli. Með þessum tækjum lærði hann að skrifa, og skrifaði góða fljóta skriftarhönd á sínum hreppstjóraárum. Hreppstjóri varð hann 1818...

Engin ummæli: