13 maí 2006

Mynd af og lýsing á hurðarskrá, sem Magnús Þórarinsson smíðaði, og þykir listasmíð




















Skrá úr járni, svipuð að útliti stórri hruðarskrá, sem greypt er inn í hurðarröndina: hún er 21,3 að l., 11,4 að br. að framjárninu og 1,6 að þ., en framjárnið er 31,6 að l. og 3,3 að br., með skrúfugötum á báðum endum. Læsingarjárnin eru 2 að venju, hið efra sneitt, svo að skella megi því í lás, og er dregið inn (opnað) með venjulegum húnum úr kopar: fylgja þeir, taka 6,4 úr frá hurð og eru með 8 cm. löngu handfangi.
Skráin og þeir, ásamt járnlykli 10,1 cm. löngum, er að henni gengur, og smálykli, 4,2 cm. löngum, sem einnig fylgir henni, er alt felt í bækihylki, klætt flujeli að innan og með látúnslömum og látúnskrók á: st. 33,8 x 15,4 x 4,5. - Skráin er hugvitsamlega smíðuð, og af mikilli vandvirkni og nákvæmni, af Magnúsi Þórarinssyni á Halldórsstöðum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu fyrir mörgum árum, og uppfundin af honum. Hún var á iðnsýningunni í Reykjavík 1911. - Læsingin er svo margbrotin og samsett, að því verður hjer ekki lýst, en sakir þess að ómögulegt má heita að opna skrána eða læsa henni fyrir þá sem ekki þekkja aðferðina við það verður að setja leiðarvísi til þess.
Er skránni skal læst (þ.e. læsingarjárnið sett fram úr framjárninu) skal lyklinum snúið, eins og til að læsa einn hringi eða fleiri þar til heyrist glöggur smellur og lykilskeggið snýr upp. Þá skal snúa hálfan hring til baka, svo sem opnuð væri skráin. Síðan skal lyklinum snúið tæpan kvarthring, svo sem til að læsa, unz heyrist óglöggur smellur. Þá skal lyklinum snúið til baka í annað sinn mjög gætilega og hjer um bil í hálfhring, þar til heyrist smellur nær framjárninu. Síðan skal snúið í 3. sinn svo sem til að læsa, unz tveir litlir smellir hafa heyrst og skal þess vel gætt að snúa ekki lengra lyklinum. Þá er aðeins ýtt við til baka, unz maður finnur að lykillinn kemur við, en ekki má það vera svo mikið, að smellur heyrist, því að heyrist smellur verður að byrja aptur og verður þá að snúa áfram lyklinum, svosem til að opna, unz lykilskeggið snýr á mitt framjárnið og 2 glöggir smellir hafa heyrst eptir að lykilskeggið fór framhjá skráargatinu: þá snýr maður aptur skegginu í gat og byrjar á ný.
- Þetta getur og komið stundum við að læsa, þótt ekki hafi mistekist, en það ber sjaldnar við. - En hafi verið ýtt mátulega langt til baka og engin smellur heyrst skal snúið í mótsetta átt, í 4. sinn svo sem til að læsa, og þá læsist skráin. - Er skráin skal opnuð, læsingarjárnið dregið inn í hana, skal lyklinum fyrst snúið, svo sem til að opna, unz glöggur smellur heyrist og skeggið snýr beint upp. Þá skal snúið hálfhring til baka. Síðan skal snúið ( í 1. sinn) svo sem til að læsa, unz óglöggur smellur hayrist: - Þó getur þá komið fyrir, að snúa verði rúman kvarthring þar til smellur heyrist, og er hann þá nokkru gleggri sá, og skal þá aptur snúið tilbaka unz lykilskeggið er í skráargatinu og þá snúið aptur í mótsetta átt, unz óglöggi smellurinn heyrist. - Síðan skal snúið lyklinum í 2. sinn eins og til að opna, unz 3 smellir hafa heyrst, og þá snúið í mótsetta átt unz einn smellur heyrist og síðan loks í 3. sinn svo sem til að opna og opnast skráin þá þegar, þ.e. læsingarjárnið dregst inn.
- Þessi leiðarvísir á við þegar skráin er með skráfóðrinu læstu á og hún er ekki áður gerð einföld. En aðferðin við að gera hana einfalda er þessi: Lyklinum er snúið eins og til að læsa, sje hún opin (þ.e. læsingarjárnið alt inni), einn eða fleiri hringi, unz heyrist glöggur smellur og lykilskeggið snýr beint upp: þá skal snúið með smályklinum, þeim er skránni fylgir og, efri, þrístrenda standinum hringfjórðung frá vinstri til hægri. Við það verður skráin einföld og má opna hana og læsa henni svo sem venjulegum skrám. Gera má skrána einfalda hvort heldur hún er opin eða læst og hvort heldur skráfóðrinu er læst á hana eða ekki. - En því má ljúka upp með því að draga frá framjárninu á skránni 2 lokur, sem eru á endunum að ofan og neðan og snúa síðan með smályklinum þrístrenda standinum neðri, sem er á miðri skrá, frammi við framjárn, og lypta svo upp skráfóðrinu þeim megin. Því verður ekki læst aptur, nema litla hakið hjá skráargatinu, inni í skránni, sje sett alveg upp og hornbeygða járnið á skráfóðurlokinu sett í þá skoruna, sem næst verður framjárninu þegar lokað er. - Gera má skrána óeinfalda aptur með því að snúa smályklinum á efri standinum þrístrenda, hringfjórðung til baka.

09 maí 2006

















Þessi mynd var tekin á Halldórsstöðum um miðja 20. öld. Þarna er heimilisfólk á öllum þremur býlum Halldórsstaða, ásamt gestum.
Hef sett upp bloggsíðu fyrir Halldórsstaðafólk úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu.