10 júní 2009

Það er talið sem satt, að Kristján heitin hafi þá verið kenndur af brennuvíni...

Birtist í Norðra 7-8 tbl. 1855:


...Aðfaranóttina þess 12. f. m. varð Kristján bóndi Sveinsson á Kasthvammi í Laxárdal í Þingeyjarsýslu úti þar á heimleið frá Presthvammi, sem er næsti bær utan Kasthvamm. Það er talið sem satt, ab Kristján heitin hafi þá verið kenndur af brennuvíni, en honum þá, eins og
fleirum í þeim kríngumstæðum, gjarnt til svefns og að setjast að...


http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138346&pageId=2035718&lang=is&q=Laxárdal

09 júní 2009

Kvæði um Laxárdal eftir F. Hjalmarsson

Kvæði um Laxárdal eftir F. Hjalmarsson (birtist í Lögbergi 29. ágúst 1946)


LAXÁRDALUR

Lít eg salinn Laxárdal,
lýðs er kala felur.
Þetta dala djásn og val,
drós og hal uppelur.
Dalsins háu hlíðum frá
hrauns um gráann kögur,
niðar áin út í sjá,
álits blá og fögur.

Afmælisgrein um Jón Pétursson á Auðnum áttræðan

Eftir Indriða Indriðason. Birtist í Tímanum 21. september 1946:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=57295&pageId=1003552&lang=is&q=Laxárdalur

Efnagreining o. fl.

Grein eftir Hallgrím Þorbergsson um næringargildi íslensks heys (birtist í Norðurlandi 16. júlí 1904):

Að tilhlutun minni og fyrir millumgöngu forstöðumanns Símons Hauge, hefir verið gerð efnagreining á íslenzku heyi á ríkisefnagreiningarstöðinni (Statens Kemiske Kontrolstation)
f Kristjaníu, í síðastl. marzm. Út af þessu vil eg birta hér útkomuna með lítilli umsögn...

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=172413&pageId=2286759&lang=is&q=Laxárdalur

Þrír Laxdælingar kvaddir

Grein eftir Gunnlaug Tr. Gunnarsson um Guðný Jónsdóttur frá Auðnum í Laxárdal, Hildi Benediktsdóttur frá Auðnum og Snorra Torfason á Birningsstöðum.

Birtist í Degi 30. apríl 1969:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114382&pageId=1410961&lang=is&q=Laxárdalur

Þóroddur Guðmundsson lýsir hughrifum sínum af Laxárdal og rökræðir náttúruvernd

Birtist í Morgunblaðinu 25. apríl 1970:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114382&pageId=1410961&lang=is&q=Laxárdalur

Bréf frá Benedikt Arasyni frá Hamri í Laxárdal

Dagsett 12. janúar 1879. Bréfið er birt í Lögberg-Heimskringlu 16. júní 2000:

... I felt as if I could see again all over Laxárdalur valley, the place from where I have more memories than any other place on earth I have seen...

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=164967&pageId=2241963&lang=is&q=Laxárdalur

Svar héraðsnefndar Þingeyinga vegna hugmynda um stækkun Laxárvirkjunar

Birtist í Verkamanninum 24. október 1969:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=178221&pageId=2312872&lang=is&q=Laxárdalur

Það bjó fólk á bökkum Laxár og Mývatns - grein Starra í Garði um Laxárdeiluna

Birtist í Morgunblaðinu 1. febrúar 1984:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=119508&pageId=1587485&lang=is&q=Laxárdalur

Þorraþula Gunnars Gunnarssonar skálds gegn stækkunaráformum vegna Laxárvirkjunar

Birtist í Morgunblaðinu 9. febrúar 1971:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114646&pageId=1418651&lang=is&q=Laxárdalur

Gróðahyggja á villigötum: grein eftir Björn G. Jónsson á Laxamýri

Grein um Laxárvirkjun. Birtist í Morgunblaðinu 24. febrúar 1970:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114332&pageId=1409455&lang=is&q=Laxárdalur

Jónína Pétursdóttir segir frá veru sinni í Laxárdal sem ráðskona á Þverá sumarið sem Laugaskóli var byggður

Birtist í Tímanum 25. maí 1969:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=255913&pageId=3558296&lang=is&q=Laxárdalur

Minningargrein um Sigurgeir Pálsson Bardal

Birtist í Lögbergi-Heimskringlu 14. maí 1999. Sigurgeir fæddist að Hólum í Laxárdal 1829:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=164918&pageId=2241509&lang=is&q=Laxárdalur

Það sem þeir vilja fá - er ekki til sölu: viðtal við bændur um Laxárdeiluna

Birtist í Vísi 29. júlí 1970:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=237458&pageId=3234379&lang=is&q=Laxárdalur

Ekki hægt að byggja svo hús að náttúran raskist ekki: grein um Laxárvirkjun

Birtist í Vísi 28. júlí 1970:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=237458&pageId=3234379&lang=is&q=Laxárdalur

Rafmagnshyggja og rómantík: grein í Vísi um Laxárvirkjun

Birtist í Vísi 17. október 1969:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=237190&pageId=3230125&lang=is&q=Laxárdalur

Þórir Baldvinsson: á að sökkva Laxárdal?

Birtist í Morgunblaðinu 25. september 1969:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114201&pageId=1405593&lang=is&q=Laxárdalur

Gunnar Bjarnason skrifar Laxdælu hina nýju

Birtist í Morgunblaðinu 4. febrúar 1971. Gunnar ræðir virkjunaráform, sögu Laxárdals og nágrennis, náttúrufar og eðlislæga hægrimennsku Þingeyinga.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=114642&pageId=1418525&lang=is&q=Laxárdalur

08 júní 2009

Tónlistargagnrýni Áskels Snorrasonar á söng Lizziear Þórarinsson

Söngur
Í gærkvöldi hélt frú Lizzie (Elizabeth) Þórarinsson frá Halldórsstöðum í Laxárdal hljómleika í Akureyrar-Bíó. Hún hefir einkar hljómfagra rödd, hreina, þýða og bjarta, en eigi sérlega háa (mezzosopran), og beitir henni af mikilli smekkvísi. Hún er eigi mikið »lærð« söngkona, en hún hefir iðkað söng frá barnæsku og hefir náð mikilli leikni. Tónhæfni hennar er með afbrigðum góð, og kom það t. d. vel í Ijós, er hún söng tvíslagið í laginu Þú ert sem bláa blómið eftir Schumann.
Það má telja henni til gildis, að hún er alveg laus við tilgerð og kæki, sem lýta söng margra þeirra, er »lærðir« teljast. Söngur hennar er látlaus og blátt áfram eins og öll sönn list.
Lögin, sem frú Lizzie söng, voru ágætlega valin og mjðg fjölbreytt að innihaldi: nokkur af bestu lögum Íslendinga og nokkur útlend smálög, flest hreinar perlur. Er eigi ofmælt, að meðferð laganna var hin prýðilegasta. Frúin hefir glöggan skilning bæði á ljóðum og sönglögum og hæfileika til að leggja sál sína í sönginn. Hún syngur af ást á sönglistinni og af innri þörf, og því er söngur hennar altaf fagur og hefir góð áhrif, og þótt eitthvað kunni að mega finna að honum frá ströngu söngteknisku sjónarmiði, þá eru kostirnir svo miklir, að telja má söng hennar með því besta, sem hér hefir heyrst.
Frú Lizzie hefir dvalið hérlendis rúmlega þrjá fimtu hluta æfi sinnar, enda hefir hún samlagast svo vel þjóð vorri, að slíks munu fá eða engin dæmi um útlendinga. Hr. Vigfús Sigurgeirsson lék undir á slaghörpu, sem Akureyrar Bíó keypti af Músíkfélagi Akureyrar, og leysti hann það sæmilega af hendi.

Akureyri 25. Nóv. 1927.
Áskell Snorrason.
Gagnrýnin birtist í Verkamanninum 29. nóvember 1927

Tvær minningargreinar um Lizzie Þórarinsson

Birtust í Degi 7. apríl 1962:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=205236&pageId=2654606&lang=is&q=Lizzie%20Þórarinsson

Minningargrein Páls H. Jónssonar á Laugum um Lizzie Þórarinsson

Hinn 20. marz síðastl. andaðist frú Lizzie Þórarinsson, húsfreyja á Halldórsstöðum í Laxárdal. Um leið og frú Lizzie lokaði í hinzta sinni þreyttum augum lauk furðulegu ævintýri og örlögum einnar hinnar ágætustu húsfreyju í Þingeyjarsýslu, konu, sem allir unnu, er svo lánsamir voru að kynnast henni og um fjölmargra ára skeið setti svip sinn á héraðið og hóf menningu þess í hærra veldi...

Birtist í Tímanum 4. apríl 1962:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=61919&pageId=1049750&lang=is&q=Lizzie%20Þórarinsson

Minningargrein Áskels Snorrasonar um Lizzie Þórarinsson

Nýlega barst sú fregn í útvarpi að frú Lizzie Þórarinsson væri látin. Lizzie á Halldórsstöðum — sem svo var oftast kölluð af nágrönnum og vinum — var fyrir margra hluta sakir svo óvenjuleg afbragðskona, a ð líklegt er að minning hennar geymist í sveitum Þingeyjarsýslu og víðar um margar ókomnar aldir...

Birtist í Verkamaðurinn 6. apríl 1962:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=177897&pageId=2310535&lang=is&q=Lizzie%20Þórarinsson

Skáldið heyrist syngja í þokunni - af Baldvin Jónatanssyni skáldi




Neðanmálsgrein blaðsins að þessu sinni nefnist „Skáldið heyrist syngja í þokunni" og er frásöguþáttur af Baldvin Jónatanssyni skáldi, skráður af Helga Jónssyni frá Stafnsholti... Helgi er hinn fróðasti maður og hefur skrifað mikið um persónusögu Þingeyinga, sem til er í handriti. Frásaga sú af Baldvin skáldi, skráð af Helga er þáttur úr ævisögu Jóns Jónssonar, bónda í Stafnsholti, föður höfundarins, en Baldvin var einn af nágrönnum Jóns. Annars hefur Helgi ritað sérstaka ævisögu Baldvins, mikið rit, er kemur að forfallalausu út í ár. (Frjáls þjóð 4. tbl. 1953).




Skáldið heyrist syngja í þokunni


(eftir Helga Jónsson frá Stafnsholti)



Svo bar til, er Jón í Stafnsholti rak fé sitt til beitar seint á útmánuðum 1897 og sólskin var hið efra, en þokuhula með jörð, að fögur söngrödd barst úr þokunni í átt til Köldukinnarfjalla. Voru þar sungin ættjarðarljóð, sum löng, enda milli án uppihalds, unz tveir menn sáust koma fram úr hulunni. Teymdu þeir hesta með sleðum aftan í. Á sleðunum voru húsgögn fagurmáluð öllum regnbogans litum.

Sveinar tveir voru í fylgd með Jóni bónda, Hallsteinn sonur hans og Unnsteinn systursonur. Sveinarnir stóðu undrandi og kenndu þó fljótt fyrirliðann með sitt Ijósrauða alskegg og þykku, slútu neðrivör, er sat í skegginu sem útsprungin, dökkrauður blómklasi í sólgylltu laufi. Var þar kominn Baldvin skáld Jónatansson, er fyrir fjórum árum hafði verið húsmennskumaður í Holti eitt ár, og flutt þaðan að Holtakoti við Ljósavatnsskarð.

Nú hafði Baldvin fengið byggingarrétt á Víðaseli, er var þrjá kílómetra í austur frá Holti. Sá bær stóð sunnan undir Víðafelli í fagurgrænum hvammi. Lítil á kemur þar sunnan úr heiðinni, bugðast um mörg valllendisnes og fellur síðan í vítt og djúpt hamragil, gróið hrísi og kjarri. Verður hár foss í ánni örskammt undan bæ í Víðaseli. Heitir sá Víðafoss.

Þarna hafði í fyrstu hafið byggð Jón Einarsson, kallaður litli Jón, allra manna smæstur, en flestum mönnum fegurri og kvenlegri.

Síðar hafði búið þar Pétur, sonur Guðmundar Tómassonar á Kálfaströnd, og orðið þar mestur bóndi með 100 sauðfjár og nokkra gripi. Nú var kotið í eyði, og hafði Sigurgeir bóndi í Víðum leyft skáldinu að byggja þar. Hús öll voru nú fallin í Víðaseli að undan skildum hnausakofa, er var þrjár álnir í þvermál, saman hlaðinn í topp og keilulaga.

Var fögnuður skáldsins mikill þennan sólríka einmánaðardag, er sólskríkjurnar sungu myrkranna milli út um alla hamrastalla Víðagils, svo að undir tók í hverjum kletti.

Jón í Holti hafði undirgengizt að varðveita hússnotrur skáldsins og annan farangur hans, unz úr rættist með húsakynni í Víðaseli.

Hallgrímur mágur Baldvins var með honum að þessu sinni. Var hann einn af mörgum öreiga húsmennskumönnum Kinnunga. Kvað hann Balda hafa sagt sér, að hann mundi fá keypt skyr á Stafnsholti eða öðrum heiðarbæjum. Jón lét manninn hafa skyr og kvaðst gefa honum það, en þó ekki í nafni mágs hans, er eigi ætti innstæður í búi sínu. Þóttist Jón vita, að Baldi hefði komið Hallgrími í þennan akstur með því að gefa honum ávísun á skyrbú sitt.

Skáldið gisti í Holti með mági sínum næstu nótt. Varð glaumur mikill í Holts-baðstofu, er skáldið hóf þar aftur raust sína eftir fjögurra ára fjarveru. Hafði hann þá ekki alls fyrir löngu ort langt sögukvæði um för sína til tunglsins. Var þar lýst mannskapnaði öllum, og þó einkum kvenkynsins, er var mjög frábrugðinn hinum þingeyska og eyfirzka og miklum mun fullkomnari.

Eftir þetta liðu nokkrir dagar, þar til Baldvin kom með konu sína í Holt, alfarinn úr Köldukinn.- — Fjáreign þeirra hjóna kom með þeim, sex ær óbornar og hesturinn Þokki, sótrauður að lit. Ærnar voru: Stóra-Móra, Litla-Móra, Gráflekka, Golta, Geira og Sóley. Litla-Móra gat ekki borið. Var Guðni í Brenniási sóttur til hennar. Limaði Guðni sundur lambið innan í ánni með hnífi. Lifði ærin og náði sér fljótt. Skömmu síðar kvað Baldi:

Kveða skal um kindina,
hverja og eina nefna:
Móra, Golta, Gráhatta,
Geira, Sóley, Hrefna.

Fjármarki sínu lýsti Baldi þannig:

Sneiðrifað aftan, fjöður
framan finnst á hægra,
en hvatrifað er á hinu —
eg svo lýsi fjármarkinu.


Baðstofa í Holti var í einu lagi, 6X8 álnir með fjórum föstum rúmstæðum, tveim við hvorn gafl. Eystra rúmið við norðurgafl var kallað Auðarúm. Það rúm fengu þau hjón, Baldvin og Anna, til afnota. Flaut margt stefið þaðan kvölds og morgna.

Þegar menn höfðu gengið til náða, hóf skáldið raust sína fyrir alvöru og orti langt fram á nætur, bæði hátt og snjallt. Efni kvæðanna var venjulegast framtíðarbúskapur í Víðaseli. Botnaði móðir mín margar vísurnar, ef hik var á skáldinu, og flýtti það allmikið framgangi búnaðarsögunnar.

Hefði margur bóndinn og mörg konan mátt brenna af öfund vegna þeirra salarkynna og þess fríða kvikfénaðarbús, er þá reis að Víðaseli.

Baldi svifaði sér á Þokka öðru hvoru að Mývatni að afla sér matvæla, áður hann flytti að Víðaseli alfarinn. Varð honum gott til fanga. Enn fremur þurfti hann að afla sér timburs til bæjar síns. Lítið eða ekkert var sótt í kaupstað. Vor var kalt, og eyddist seint klaki úr kringlótta kofanum í Víðaseli. Voru síðustu leifar klakans bornar út og hrís látið koma í staðinn. Síðan var sæng hjónanna lögð á hrísið og kofinn gerður að ráðabirgðasvefnstofu. Loks var jörð orðin stunguþíð, og veggir tóku að rísa af grunni, þótt hríðar gengju öðru hvoru.

Bárður Sigurðsson, sjálflærður listasmiður, tegldi grind til bæjarins, hurð og glugga. Grindin var reist og tyrft' yfir. Síðan kom fjalagólf, og náði það yfir tvo þriðju gólfflatarins. Rúmstæðið var sett f ast, og þurfti því ekki timbur undir, þar sem það stóð. Borðið við gluggann var sömuleiðis fest með nöglum og tryggilega um allt búið. Græni skápurinn, er geymdi bókakost skáldsins, var ramlega negldur niður á fótabrík rúmsins og bifaðist ekki þaðan í átján ár. Síðar komu þiljur á þrjá vegu baðstofunnar, er var tvö stafgólf að lengd.

Þegar búið var að leggja gólfið, tók skáldið að dansa þar á, svo segjandi:

„Nú vantar ekkert nema blessuð börnin á gólfið."

Fjárhús var reist fram af baðstofunni. Veggur var í milli og dyr á. Síðar var veggur sá rifinn. Kallaði Baldi þar „fordyri", er veggurinn hafði staðið, og sagði þá:

„Það er þessi makalausa fánabreidd um fordyrið. — Gaman er að geta byggt sí svona, — en dýrt er það — o, svei því."

Eitt byggt ból blasti við frá Víðaseli í hásuðri. Það var Stöng, er Jón skáld Hinriksson hafði reist af auðn nálægt miðjum sjötta tug 19. aldar. Þar bjó Jón með fyrstu konu sinni, Friðriku Helgadóttur frá Skútustöðum. Börn þeirra voru sex og munu öll vera fædd á Stöng nema hið elzta, Jón í Múla, er var fæddur á Grænvatni.

Baldvin skáld átti langa og viðburðaríka sögu í Víðaseli. Orti hann þar við litla borðið undir glugganum nokkrar skáldsögur og ógrynni ljóða. Að vetrinum nam ljóðagerð hans á mánuði oftlega 200 blaðsíðum. Þeir Jón í Holti og Baldvin skáld háðu marga hildi saman í heimahúsum, um engjar og tún og þó langflestar í kaupstaðarferðum til og frá Húsavík. Voru þeir oftast nær allvel sáttir, en þó sló í brýnu við og við.

„Baldi skáldi", var ölkær úr hófi fram. Drakk þó sjaldan heima, en í kaupstaðarferðum var hann ekki lamb við að leika, drakk sig þá fullan á svipstundu og vildi slást. Varð Húsavík öll í uppnámi, er Baldi kom þar. Þótti gárungum matur í að koma Balda til að reiðast og fá hann til að öskra sem hæst. Stundum gældu þeir við hann, fengu hann til að sitja á stóli. Greiddu þeir þá hár hans og skegg með miklum fagurgala. En er minnst varði, gripu þeir tóbakspung hans og slógu á nasir honum. Tókst þá eltingaleikur um bæinn, er Baldi hljóp eftir strákunum, öskrandi með froðufalli. Sættist hann þó við þá að lokum, og ný leiksýning hófst. Stundum óku þeir Balda í kerru margir saman, en hann lék þá einvaldskonung. Á einni slíkri leiksýningu hrópaði Baldi með hárri, valdbjóðandi rödd:

„Akið inn í Frúarstræti!"

Létu þá strákarnir kerru konungsins renna út af veginum niður í forarsvað. Ekki var þó sýningin þar með búin. — Komst Baldi upp úr forinni og skeiðaði eftir strákunum um stræti borgarinnar.

Oft komst Jón í hann krappan að fá Balda til að slíta sig frá þessu ævintýralífi og snúast til heimferðar með honum. Varð Jón að beita hörkuátökum og hótunum um meiðingar undir drep, ef hann ekki hlýddi, en Baldi formælti vini sínum og öskraði, hljóp af baki og reyndi að komast undan á flótta. Urðu margir til að rétta Jóni hjálparhönd, er strokumaðurinn sentist fram hjá húsum þeirra með ófögrum munnsöfnuði og drynjandi öskri.

Væri talað til Balda í gamantón, var hann fljótur að finna viðeigandi svör, svo hugkvæmur var hann, jafnvel þótt hann sýndist dauðadrukkinn.

Eitt sinn, er hann hafði vætt brækur sínar, gekk kunningi fram hjá og sagði:

„Nú er hann farinn að rigna, Baldvin minn."

Baldi leit þá brosandi niður á milli fóta sér og sagði:

„Já — ég er nefnilega leikari, heillin."

Baldi var sjálfboðinn og sjálfsagður í heimsókn til Jóns vinar síns í Holti um jól og nýár, páska og hvítasunnu og oft þess á milli. Lék hann þá á als oddi, las upp ljóð og sögur, allt frumsamið, og að auk draugasögur og ævintýri, oft langt fram á nætur. Kona Balda hlustaði á hugfangin. Hún var glaðlynd að upplagi og hafði næmt eyra fyrir því, er kímilegt var. Sagði hún margar skrýtlur úr átthögum sínum í Eyjafirði og hló þá oft svo dátt, að hún tárfelldi. Anna var lítið upplýst, ólæs og uppalin sem klakaklár, hafði gengið berfætt á sumrum öll sín æskuár og verið látin vinna öll hin verstu verk. Þrátt fyrir það var hún bæði stór og sterk, og kjarkurinn óbilandi til hinztu stundar.

Komið gat það fyrir, að Baldi læsi upp langa fyrirlestra um heimspeki. Var þá ekki heiglum hent að fylgjast með.

Jón segir þá eitt sinn:

„Nú ertu að verða vitlaus, Baldvin."

Anna segir, og hlær við:

„Ekki held ég nú það."

Oft verzluðu þeir með kindur, Jón og Baldi, og þóttust báðir eiga kynbótafé. Vildi Baldi njóta þess, að Jón hafði til að kaupa kindur, er honum litust vel, fyrir hátt verð, heldur en ganga frá. Jón vildi kaupa mórauða á af Balda, en hann sagði, að fleiri byðu og nefndi háar upphæðir. Jón segir þá: „Þetta er ekki til neins fyrir þig, Baldvin — þú slærð mér ekki plötu."

Við þessi orð reiddist Baldi, svo að hann æddi fram og aftur með fúkyrðum. Jón sá, að svo búið mátti ekki standa, og fleygði til hans tóbaksplötu með þessum orðum:

„Þarna slæ ég þér plötu, Baldvin."

Var þá sem slökkt væri bál, og hló nú Baldi allur og stakk á sig plötunni. Jón bar mjög lof á Önnu, konu Balda, í eyru honum, og mun það hafa bætt nokkuð fyrir kerlingu í sambúð þeirra hjóna. Sagði Jón, að Anna myndi margt og færi vel með það, er hún segði frá. Því sagði Baldi:

„Gaman hef ég af því, að þegar Jón veit ekki eitthvað, segir hann: Hún Anna veit það. En þegar Anna veit ekki, þá segir hún: Hann Jón veit það."

Þegar Anna lá helsjúk og rænulaus, sótti Baldi Jón. Voru þeir tveir einir yfir Önnu, er hún gaf upp andann. Var þá svarta náttmyrkur, er þeir höfðu lagt Önnu til á fjölum að baki rúmi þeirra hjóna í Viðaseli. Baldi vildi ekki gista heima þessa nótt, en Jón sagði, að ekki væri ratandi, færi hann hvergi, og talar höstugt:

„Ekki hræðist ég hana Önnu dána."

Baldi starir á Jón svona undrandi og segir:

„Nei-ei, — Ertu svona kjarkmikill, Jonni? — Það er nú auðvitað annað með þig, þú varst henni Önnu alltaf svo góður."

Varð svo að vera sem Jón vildi. Sváfu þeir svo í hjónarúminu — en Anna til fóta. Svaf Jón vel þessa nótt, en Baldi illa. Var þetta seint á góu (1915), og birti snemma. Hafði þá Baldi setið við skriftir mikinn hluta nætur, er Jón vaknaði, og látið loga á lampa sínum, er var 100 gramma glas með dulukveik í. Voru þiljur hússins orðnar ærið dökkar ef tir 18 ára olíureyk frá Aladínslampa ævintýraskáldsins í heiðinni.

Jón sér, að Baldi hefur á borði sínu glas með dökkum vökva í, og sýpur á því við og við. Jón spyr, hvort þau væru ekki send Önnu og hvort hann haldi, að þau henti honum fullhraustum sem henni sjúkri.

Verður þá hið rauða, stutta andlit Balda undra langt og fölt, sem Krists á krossinum. Dregur hann nú orðin blítt og raunalega:

„Hann Sigurmundur sendi mér þessa dropa. — Hann hefur líklega grunað, hvernig mér mundi líða. — Önnu sálugu sendi hann ekki meðul. Hann vissi sem var, að dauðinn einn fékk læknað hana — úr því sem komið var."

Þessa nótt hafði Baldi ort fagurt kvæði eftir „Önnu sálugu" og las það nú yfir höfðamótum Jóns. Við og við setti harðar og beizkar gráthviður að Balda, allt frá því að Anna skildi við. Sýndist Jóni hann fá krampaflog, og féllu tárin í gusum niður af augunum. Tók nú Jóni að leiðast þetta þóf og segir hastur:

„Því lætur þú svona, maður lætur nokkur maður svona?"

Stillist þá Baldi í hvert sinn, starir á Jón undrandi og segir æ hið sama:

„Nei — ertu svona kjarkmikill Jonni."

Nú fer Jón heim í Holt, og Baldi verður honum samferða að Laugaseli. — Þar þarf hann að stanza lítið eitt og tilkynna dauðsfall Önnu og er þó uggandi um, að hún sé enn á lífi, og segir:

„En hafi nú Anna sáluga ekki verið dáin, þegar við Jón minn gengum frá henni, þá hefur okkur Jóni mínum illa yfirsézt."

Baldi dvelur nú í Holti í sóma og yfirlæti með Jóni vini sínum og samrekkja þeir. Hvílir Baldi við þil og hefur hrútskylli fylltan neftóbaki undir svæflishorninu. Vaknar hann oft og tekur þá í nefið. Heyrir Jón hann segja drauma sína hálfhátt. Einn draumur hans er þessi:

„Mig dreymir tvær endur. — Önnur var undir klaka, hin var lifandi og var með unga. — Það var svo skrýtið, að mér fannst það tilbúinn ungi. — Þó var hann lifandi". Hallar hann sér þá á svæfilinn og sofnar. Öðru sinni rís Baldi upp og tekur kylli sinn, dæsir þá ánægjulega og segir við sig sjálfan hálfhátt sem fyrr:

„Já. — Mig dreymdi, að ég var trúlofaður stúlku norður í Kelduhverfi. — Já — norður í Kelduhverfi — norður í Kelduhverfi." Hallar Baldi sér þá með hægð og sofnar vært.

Nú líður óðfluga að jarðarför Önnu á Einarsstöðum. Hafa Reykdælir þráð þann dag mjög, er Baldi jarðsyngur Önnu sína, og fjölmenna þeir sem mest þeir mega.

Helgi prestur framkvæmir athöfnina að formi til, en Baldi hefur þó orðið að mestu, les upp eftirmæli tvö og síðan nokkur ljóð önnur. Segir hann þá sem satt var: „Hún Anna hafði alltaf svo gaman af kvæðunum mínum." Hundur Balda fylgir kistunni og vill óvægur fara ofan í gröfina með henni, svo að menn verða að hamla honum.

Baldi lætur veita vel, og eru boðsgestir hinir ánægðustu með skemmtiatriði dagsins. Baldi grætur að vísu nokkuð, en fáir koma á eftir. Manga Olgeirs er þá gömul orðin, en þó í fullum færum, rangeygð mjög og nornarleg, bráðskýr, alin upp í Eyjafirði og hefur ekki lært að lesa fremur en Anna.

Baldi víkur sér að henni og segir hátíðlegur:

„Konan átti þessi forláta skrautklæði. — Þú hefðir nú máski viljað bera þau."

Manga snýst illa við og segir: „Það á ekki við að tala um það hér."

Baldi fer hringferð þetta sumar: norður á Tjörnes ög er sagður heitinn þar ekkju, síðan að Baldursheimi við Mývatn, þá að Stóru-Tungu í Bárðardal, loksins í Kræklingahlíð.

Réttarhald stendur yfir í Lönguhlíð. Kona, ung og fögur, á að sanna faðerni barns síns. Sýslumaður gengur hart að henni, en í því stikar Baldi í réttarsalinn og kallar hátt og snjallt:

„Hættið þér þessum ljóta leik, herra sýslumaður! — Ég á barnið."

Sýslumaðurinn gengur til Balda, þakkar honum orðið, stingur að honum hundraðkarli, tekur ofan og kveður. Stuttu síðar er Baldi kominn í hjónaband, kaupir Auðbrekku í Húsavík og flytur þangað með hina ungu brúði. — Er þá liðið misseri, frá því að „Anna sáluga" dó.

Skömmu síðar kemur Baldi á fund Jóns í Holti, er segir við hann: „Nú á ég ekki nema syndirnar." „Þá er það annað með mig", segir Baldi og kveður samstundis af munni fram:

Í mér dansar drottins mynd
sem djákni innst í kórum.
Ég á alveg enga synd
eftir í mínum fórum.

Baldi kemur að máli við gamla grannkonu sína frá Víðaselsárum: Það eru nú ekki góðar heimilisástæður hjá mér, heillin! — Konan bæði ung og falleg, en ég orðinn svoleiðis, að ég má ekkert á mig reyna, og hún svo viðkvæm, að það má ekki setjast hjá henni, þá er hún með barni."

Ritarinn spurði föður sinn, Jón í Holti, hvort hann héldi, að Baldvin væri fæddur skáld, og hvort hann áliti ekki, að þar hefði mislukkazt gott andlegt hestefni. Jón svaraði: „Ég held ekki, að hann hafi mislukkazt. Hann hefði orðið því lélegri maður sem meira hefði verið undir hann hlaðið. Það var Víðasel og einveran þar, er gaf honum tækifæri til manndóms, og vegna Víðasels og vegna Önnu gömlu á hann sögu, sem ekki gleymist, ef einhver vildi rita hana. Þegar hann kvæntist í annað sinn, komst hann inn í andlaust basl og sálarkraftar hans þurru.

Hvort Baldvin var skáld — ja, það veit ég ekki. Ég veit ekki hverjir eru skáld. — Þeir vísu um það. En Matthías mundi hafa sagt, að hann væri alþýðuskáld af guðs náð, ekki síðra en Símon Dalaskáld, er hann bar á lof.

Þeir, sem kunna að skemmta fólkinu, öllum almenningi, með frásögn í bundnu og óbundnu máli, hafa þeir ekki meira gildi, en þeir, er fáir eða engir skilja, nema með miklu erfiði og miklum heilabrotum? Hugsun Baldvins var auðunnin og nærtæk og komst í rím á svipstundu. Símon hafði þennan sjaldgæfa hæfileika, en var minna skáld en Baldvin, er hafði leiftrandi kímnigáfu, sem hann hamdi ekki nema í samtali og hraðkveðnum stökum.

Það var nú ekki mikið vandað til bögunnar, er Baldvin kastaði til mín þegar við fórumst hjá á hraðri ferð á Laugafelli. — Þó mun hún lifa:

Buðlung hæða blessi þig,
blíð-heims-gæðin hressi þig,
kóngurinn sjálfur kyssi þig,
— Kölski gamli missi þig.

Auðvitað missa menn ekki annað en það, er þeir hafa átt. — Þessa list kunni Baldvin og kunni að beita henni snarari en elding. Sumir menn nutu Baldvins aldrei vegna þess, að þeir voru að gera kröfur til hans, sem hann gat ekki uppfyllt. Ég heimtaði. aldrei dyggð af Balda, þess vegna gat ég umborið hann og notið þess, er hann hafði fram yfir flesta aðra.

Það var nokkuð hæft í því, er Sigurður í Yzta-Felli sagði við mig, er ég gekk á leið með honum: „Gáfur Baldvins hafa birzt sem neistar upp úr reykháfi." Neistar úr reykháfi lifa stutt, en lýsa þó í myrkri. — Mun Sigurður hafa átt við það. En hafi Baldi ekki getað orðið afburðaleikari, veit ég aldrei, hverjir geta orðið það.




Haustvísa úr Víðaseli 1913


Haustvísa 1913
Hvítna fjöllin feiknahá,
faðmast mjöll og hlynur.
Hríðarvöllinn ofan á
álfahöllin stynur.
Baldvin Jónatansson
Birtist í Lögbergi 1. júní 1939

Nú er ég með bogið bak...


Staka
Nú er ég með bogið bak,
brotinn fót og marinn.
Eftir liðið andartak
allur verð ég farinn.
Baldvin Jónatansson
Birtist í Lögbergi 1. júní 1939

Útsýn yfir Laxárdal 15. janúar 1939


Staka
Nú er áin öll að sjá,
undir snjáa feldi.
Svellagljáinn sveipast má,
Sunnubráar eldi.
Baldvin Jónatansson
Birtist í Lögbergi 1. júní 1939
Þessa vísu kvað Baldvin að sögn er hann var að slá kirkjugarð:

Ég er að slá með löngum ljá
leiði smá of köldum ná
til að fá mér fáein strá
að fóðra grá klárinn á.

Eitt sinn kom Baldvin að bæ, skaut hestinum í hús og gekk svo til baðstofu og kvað:

Hugsa þarf um hestinn minn,
honum má ei gleyma.
Ég stakk honum hérna áðan inn
eins og ég væri heima.


Birtist í Degi 6. febrúar 1987:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=207584&pageId=2678130&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Bætur varla verða á því...

Bætur varla verða á því
- værðir allar dvína -
ég er fallinn forsmán í
fyrir galla mína.

Baldvin Jónatansson
Birtist í Degi 18. apríl 1986:

Þú ert fögur, ert svo góð...


Þú ert svo fögur, ert svo góð,
þú allra sveita drottning .—
Á meðan ljómar svásust sól
og signir grund og fjöllin,
á meðan lifnar lilja' á hól
og leiftrar dögg um völlinn.

Baldvin Jónatansson.
Birtist í Lögbergi 4. júlí 1935

Ragnarök


RAGNARÖK

Öll í villu veður öld,
vond er spilling gróða.
Undir hillir ævikvöld
ýmsra snilli þjóða.

Baldvin Jónatansson.
Birtist í Tímanum 3. október 1942:

Táldragandi tískan er...

Un nýja strauma í tísku kveður hið þingeyska alþýðuskáld Baldvin Jónatansson:


Táldragandi tískan er,
tildrið má það sanna.
Fljóðin ganga furðu ber
fyrir sjónum manna.

DV 6. ágúst 1994

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=195550&pageId=2717546&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Veðurlæti heyrast hér...


Veðurlæti heyrast hér,
himinn grætur stúrinn.
Mál á fætur okkur er
eftir næturdúrinn.


Birtist í Vísi 24. ágúst 1974:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=238745&pageId=3256738&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Kvæði um Ísland

Ísland


Eg elska þig, mitt ættarland,
með ár og læki, fjöll og dali,
heiðar, ás, hraun og sand,
hjartakæra fósturland.
Indælt ljómar eyjaband
við afarháa dvergasali.
Eg elska þig, mitt ættarland,
með ár og læki, fjöll og dali.

Eg elska þig, ó, Ingólfsgrund,
þú ægi girta landið fríða,
með græna. völlu, laufgan lund,
Ijúfa, fagra sumarstund,
með fossaval og fljót og sund,
fagra skrautið þinna hliða.
Eg elska þig, ó, Ingóltsgrund,
þú ægi girta landið friða.

Göfga, fagra Garðarsey,
glóð í barmi heit þér streymir.
Fjalladrotning, fríð sem mey,
frelsislandið Garðarsey.
Hingað komu fyrstu fley
meðfrjálsa kappa,er sízt þú gleymir.
Göfga, fagra Garðarsey,
glöð í barmi heit þér streymir.

Blessað sértu, ár og öld,
ættarlandið söguríka.
Oft þó blási kylja köld,
og hvítan berir jökulskjöld,
svás þú ert um sumarkvöld;
sjá má hvergi fegurð slíka.
Blessað sértu, ár og öld,
ættarlandið söguríka.

Þú ert, móðir, mér svo kær,
muna-blíð og aðlaðandi.
Meðan heitt mitt hjarta slær
hjá þér dvel eg, móðir kær.
Meðan blómagrund þín grær
og glóey skín á sjó og landi.
Þú ert, móðir, mér svo kær,
muna-blíð og aðlaðandi.

Fylgi hrós og heiður þér,
hjarta kæra feðra móðir.
Meðan nokkur sólu sér
og segulafl þitt bundið er.
í barmi þinum bærast hér
bruna heitar logaglóðir.
Fylgi hrós og heiður þér,
hjarta kæra feðra móðir.

Baldvin Jónatansson.


Birtist í Norðurland, 15. árgangur, 11. október 1915

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=173034&pageId=2289050&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Veitingar sel jeg...

Veitingar

sel jeg undirskrifaður eins og að undanförnu að Ytri-Varðgjá, án þess að skuldbinda mig að hafa allt það til, sem um kann að verða beðið. Einkum vil jeg benda mönnum á, að jeg hvorki vil nje hef leyfi til að selja afenga drykki.

Einnig vil jeg leyfa mjer að vekja athygli manna á að borga mjer það, er jeg á útistandandi, og að jeg lána eigi veitingar framvegis.

Ytri-Varðgjá 14. apríl 1885,

BALDVIN JÓNATANSSON.
Birtist í Norðanfara 1885

Vísa á jólakorti til Ásgeirs Torfasonar 1933

Eftirfarandi vísu skrifaði Baldvin Jónatansson skáldi, þá heimilismaður hjá Torfa og Kolfinnu, á jólakort til Ásgeirs árið 1933.

Verði þér aldrei örðug leið
en ótal gæfuskjólin.
Þitt við endað æviskeið
eilíf dýrðarjólin.

Úr minningargrein um Ásgeir Torfason í Morgunblaðinu 4. september 2009

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=249483&pageId=3404021&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Vísa um haustið

Vísa um haustið.
Það haustar að og hélar jörð
og húmið færist nær,
og bylja élin blása hörð,
svo birkið svignað fær, —
það haustar að í hjarta manns,
þá hárið grána fer,
en ellin kreppir hendur hans,
sem herðalotinn er.
Birtist í Alþýðublaðinu 5. mars 1939

Tvær vísur eftir Balda

Satan er í sóknum snar,
sjá við honum færri.
Þegar Grimur getinn var,
guð var hvergi nærri.

Græt ég aldrei gull né seim,
gæfusnauður maður.
Bráðum fer ég heiman heim,
hryggur bæði og glaður.

Frá þessum degi geng jeg undirritaður í algjört vínbindindi...

Frá þessum degi geng jeg undirritaður í algjört vínbindindi, þareð jeg með guðshjálp og af eigin innri hvötum álít það helga skyldu mína að varðveita sem bezt heilsu mína og mannorð gegn skaðsemi áfengra drykkja, og bið jeg því alla góða menn að bjóða mjer aldrei framar áfenga drykki á æfinni.

p. t. Ljósavatni, 26. júlí 1896.

Baldvin Jónatansson
Vitundarvottar:
Sigurður Jónsson.
Páll H. Jónsson.

Stefnir 12. tbl. 1896

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=162016&pageId=2219539&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Sökum ófriðar og drykkjuláta...

Sökum ófriðar og drykkjuláta þeirra sem gist hafa á heimili mínu, bæði hjá mjer og sambýlismanni minum Jóni Kristjánssyni auglýsist hjer með, að undirskifaður sel hjer eptir alsengar veitingar og flyt engan vínanda á heimili mitt.

Ytri-Varðgjá. 24. júlí 1885.
Baldvin Jónatansson.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=148842&pageId=2134950&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Saga af Balda skálda

Eitt sinn mætti Baldvin Matthíasi Jochumssyni á Akureyrargötu — að sögn — og sagði:

Syngja fagurt sumarlag
svanir á bláum tjörnum.

Ekki þóttist þjóðskáldið of gott til þess að taka þátt í leiknum og botnaði samstundis:

Guð er að bjóða góðan dag
grátnum jarðarbörnum.

Baldvin Jónatansson skáldi: grein eftir Karl Kristjánsson í Tímanum 16. maí 1965

Baldvin Jónatansson



Baldvin skáldi var fæddur 30. september að Bergsstöðum í Aðaldælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jónatan bóndi þar, fæddur þar 1824, Eiríksson, bónda þar, Oddssonar, og Guðrún, fædd 1824 í Húsavíkursókn, Stefánsdóttir, vinnumanns á Laxamýri, Hallssonar....


Vísa eftir Baldvin. Birtist í vísnaþætti í DV:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=194217&pageId=2601746&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Víst er gott að eiga nóg af vatni, því án vatns er ekkert líf, en sumum flnnst samt að það mætti jafna því betur niður á landshlutana. En víst er um það, að oft yrði lítið úr samræðum fólks bæri veðurfarið ekki á góma, og hætta á ágreiningi, sé það umræðuefnið, er því sem næst engin. En það eru bændur og sjómenn sem eiga mest undir veðurfarinu, enda hefur það orðið mörgum í þeim stéttum yrkisefni. Baldvin Jónatansson, bóndi í Víðaseli í Reykjadal í S-Þing., kvað svo:

Veðurlæti heyrast hér,
himinn grætur stúrinn.
Mál á fætur okkur er
eftir næturdúrinn.

Baldvin Jónatansson giftist Elenóru Símonardóttur

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=167346&pageId=2262587&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Nýgift eru Baldvin Jónatansson skáld ur Þingeyjarsýslu og Elenora Símonardóttir.

Tilkynning vegna Brunnár

Baldvin Jónatansson rak gistihús við Brunná um nokkurn tíma. Hér er tilkynning í Norðurljósinu 28.10.1889:


— Eg vil vinsamlega mælast til þess við ferðamenn, að
þeir hlífist við því, sem mest þeir geta, að beita hestum á
grundina kringum hús mitt á Brunnáreyrum, því grund
þessa á að gjöra að túni og verður umgirt næsta vor.

Baldvin Jónatansson.

Stökur sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins 30. maí 1939

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=240070&pageId=3273328&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson


Eftir Baldvin Jónatansson skáld:

Kemur eftir vetur vor,
vel mun fram úr rakna.
Eftir gengin æfispor
einskis mun jeg sakna.

Birtist með öðrum kveðskap í Alþýðublaðinu 30. júlí 1939 undir fyrirsögninni: Alþýðukveðskapur

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=63931&pageId=1068357&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Grundu á ég geri slá,
gljúfrið háa viður,
fagurbláum fyrir ljá
falla stráin niður.

Baldvin Jónatansson,
Þingeyingur
.

Úr erindi, sem Höskuldur Einarsson, fyrrum hreppstjóri i Vatnshorni i Skorradal,flutti og birtist í Tímanum 6. júní 1965:

Um Baldvin Jónatansson og kveðskap hans:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=255722&pageId=3553942&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Þegar Baldvin Jónatansson fluttist frá Holtakoti að Skál í Kinn, þá kvað hann:

Kominn er ég i kvæðaþrot
köldum heims á jöðrum,
þú helvítis Holtakot
hefur rænt mig fjöðrum.

Á Skál kvað hann þetta:

Batnar leið, þó braut sé hál,
bragarusl er þegið,
nú er komið skáld í Skál,
skánar Kinnargreyið.

Þessa vísu eigna sumir Jóhannesi í Fellsseli. Dvöl Baldvins var stutt á Skál, og kvað hann þá:

Fýsir mig að flytja úr Kinn,
fúlum syndarassi,
af því sjálfur andskotinn
er þar nótabassi.

Baldvin var ekki níðskældinn um menn. Eitt sinn bað kunningi hans hann að gera um sig skammavisu. Baldvin færðist undan og taldi, að slíkt ylli vinslitum. Maðurinn fullvissaði hann um, að til slíks kæmi aldrei. Þá kvað Baldvin:

Ýmsa lítur augum Gláms
æru vítis naðra,
ættarskítur, kjaftur kláms
hvefsinn bítur aðra.

Nokkrar vísur eftir Baldvin Jónatansson

Birtust í Óðni árið 1933:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=173693&pageId=2293293&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Sýnishorn af tækifærisvísum eftir Baldvin Jónatansson.

Vísa eftir Baldvin og Matth. Joch.
Baldv.: Svanur fagurt sumarlag
syngur á bláum tjörnum.
Matth.: Guð er að bjóða góðan dag
grátnum jarðar börnum.

Græt jeg aldrei gull nje seim,
gæfusuauður maður.
Bráðum fer jeg beiman heim,
hryggur bæði og glaður.

Þótt jeg hafi þráfalt hjer
þröngan skó á fæti,
enginn taka mun frá mjer
mina eðliskæti.

Bliðust glóey bræðir snjó,
brekkur gróa í náðum.
Kveður lóa kát í mó,
kemur spóinn bráðum.

Klakaspangir kveðja foss,
hverfa i fangið bláa,
sól þá langan sumarkoss
setur á dranginn háa.

Ó, jeg fengi inndælt vor,
ekkert þrengi haginn.
Eftir gengin æfispor
aftur lengi daginn.

Syngur lindin svöl og blá,
sumars yndi lofar.
Fyrir vindi fýkur strá
fjallatindum ofar.

Hófagandur hliða má
hraustum brandanjóti,
yfir sand og ísagljá
á Skjálfandafljóti.

Hugsa jeg um hestinn minn —
honum má ei gleyma.
Jeg stakk honum hjerna áðan inn
eins og jeg væri heima.

Aths. Ortar af munni fram við ýms tækifæri

Frásögn Hallgríms Þorbergssonar af tilraun til blendingsræktunar á sauðfé á Halldórsstöðum

Minningargrein um Hallgrím Þorbergsson

Birtist í Tímanum 22. febrúar 1961:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=61575&pageId=1044300&lang=is&q=Halldórsstaði

Berðu kæra kveðju mína í Halldórsstaði

Bréf Benedikts Arasonar frá Hamri í Laxárdal, dagsett 14. janúar 1875 á Völlum í Nýja-Íslandi:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=164964&pageId=2241939&lang=is&q=Halldórsstaði

Berðu kæra kveðju mína í Halldórsstaði og svo til allra í Laxárdal, jafnvel hraunklettunum og lækjunum líka.

Þverárskurðurinn á Halldórsstöðum

Úr grein í Óðni 1910 um Magnús Þórarinsson:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=173462&pageId=2290922&lang=is&q=Halldórsstaði

Fyrstu 15 árin var skortur á nægu vatni til að reka vjelarnar með fullum krafti og dró það mjög úr starfsemi þeirra ýmsa tíma árs. Þá var rætt um að taka vjelarnar upp og flytja þær til Húsavíkur; sýslunefndin ræddi ítrekað um það atriði, en treystist að lokum ekki til, að ábyrgjast svo mikið lán, sem Magnús áleit að hann yrði að taka, ef til ílutnings kæmi, og varð því ekki af þeim flutningi. En bót rjeðst á vatnsskortinum á þann hátt, að 1897 fjekk Magnús hallamælingam. Pál Jóakimsson lil þess, að mæla fyrir vatnsleiðsluskurði og grafa hann úr svo nefndri Þverá, er rennur úr Laxárdalsheiði ofan hjá Þverárbænum. Páli lánaðist að leiða vatnið heim í Halldórsstaði, í mörgum krókum, eftir þessum skurði, sem er yfir 1200 faðma langur. í fyrstu kunnu engir að vinna með vjelunum, nema Magnús, og eins og flestar nýungar, þurftú þær alllangan tíma til að vinna sjer tiltrú.

Afmælisgrein um Bergþóru Magnúsdóttur sjötuga

Greinin birtist í Tímanum. Höfundur er Jónas Þorbergsson, bróðir Hallgríms Þorbergssonar, eiginmanns Bergþóru:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=62063&pageId=1052045&lang=is&q=Guðrún%20Bjarnhéðinsdóttir

Minningargrein um Bergþóru Magnúsdóttur

Birtist í Morgunblaðinu 30. maí 1963. Greinina skrifaði Bjartmar Guðmundsson:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=112249&pageId=1350952&lang=is&q=Magnús%20Þórarinsson

Saga af kvæði Þuru Árnadóttur eftir jarðarför Magnúsar Þórarinssonar

Magnús Þórarinsson lézt 19. júlí 1917. Séra Helgi Hjálmarsson á Grenjaðarstað jarðsöng hann frá kirkjunni á Þverá. Séra Helgi átti til að vera dálítið ankannalegur í orðum, ekki sízt í útfararræðum.
Útfarardag Magnúsar batt heimilisfólk í Garði hey af engjum, sem mest var stargresi, og var meðal annars flutt heim á gráum áburðarklár. Nokkru síðar kom gestur þar að Garði er verið hafði við jarðarförina. Hann var spurður frétta og sagði þá frá jarðarförinni og meðal annars það, að presturinn hefði tekið svo til orða í líkræðunni: „I dag kveður Magnús sína skrá". Þetta heyrði Þura Árnadóttir föðursystir Sigurðar, sem þá vann að heimili Halldórs bróður síns í Garði, og orti þá vísu:

Þegar Magnús síðsta sinn
sína kvaddi skrána,
stararblauta bindinginn
bundum við á Grána.

Saga um stofuskrá Magnúsar Þórarinssonar

Úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1995:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=140192&pageId=2058053&lang=is&q=Magnús%20Þórarinsson

STOFUSKRÁ MAGNÚSAR ÞÓRARINSSONAR

Meðal margra sérstæðra og óvenjulegra hagleiksverka í Þjóðminjasafni er merkileg hurðarskrá, er Magnús Þórarinsson bóndi og tóvinnumaður á Halldórsstöðum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu smíðaði, sá alkunni hagleiksmaður og þúsundþjalasmiður, sem einkum er nafnkenndur vegna tóvinnuvélanna, er hann setti niður þar á Halldórsstöðum og starfrækti um árabil. Skrá þessi er til að sjá líkust venjulegri hurðarskrá, en hún er reyndar vart ætluð til síns brúks, heldur er hún nánast gestaþraut og verður ekki lokið upp nema með miklum heilabrotum sem fáum reynist unnt að leysa. Reyndar fylgir skránni skrifuð leiðsögn, með hendi Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar, um hversu með skuli fara. Ljóst er að skránni verður varla komið fyrir í venjulegri stofuhurð svo að opnuð verði meðan hún situr í hurðinni, því að fyrst verður að ljúka upp skráfóðrinu annars vegar og viðhafa tilfæringar og nota margvíslega lykla. Að vísu er einnig hægt að opna hana á einfaldan hátt og nota hana sem venjulega skrá í hurð, en þá er hún ekki gestaþraut. - Sagt er að Magnús hafi áður smíðað aðra skrá, sem var með einhvers konar úrverki, og varð henni aðeins lokið upp þegar skráin sló. Ekki mun vitað um hvað af henni varð.
Skrá Magnúsar kom til Þjóðminjasafnsins 1919 og ber safnnr. 7790. Hún er í sérstökum trékassa og er greypt í hann fyrir skránni og lyklunum. Skrána hefur Magnús verið búinn að smíða 1883, því að hún var á iðnsýningunni sem opnuð var 2. ágúst það ár í Reykjavík og einnig var hún á iðnsýningunni 1911. Hún er nefnd stofuskrá í prentaðri skrá um sýninguna 1883, þar nr. 24 og fylgir nokkur frásögn um gerð hennar. Skráin hefur verið til sölu á sýningunni, sem og flestir aðrir gripir þar, en verð á hana var sett 400 kr., langhæsta verð á nokkrum sýningargrip. Skyldi hugmyndin fylgja með og réttur til að geta fengið einkaleyfi til að smíða eftir skránni.
Skráin hefur þó ekki selzt á sýningunni sem varla var von, og hefur Magnús átt hana sjálfur til dauða. Þjóðminjasafnið keypti skrána 1919 fyrir 100 kr., sennilegast af erfingjum Magnúsar, en Pétur Jónsson frá Gautlöndum undirritar kaupkvittun.
Greinilegt er af því sem síðar segir, að Magnúsi hefur þótt varið í þennan smíðisgrip sinn og mun orðspor skrárinnar hafa borizt víða.
18. október 1996 kom Sigurður Björgvinsson frá Garði í Mývatnssveit í Þjóðminjasafnið og langaði til að skoða þessa merkilegu skrá sem hann hafði heyrt um þar nyrðra og einnig lesið um í bók Sigurðar Einarssonar íslenzkir bændahöfðingjar, en þar er þáttur um Magnús og sagt frá smíðum hans og uppfinningum. Kunni Sigurður skemmtilega frásögn um skrána.
Magnús Þórarinsson lézt 19. júlí 1917. Séra Helgi Hjálmarsson á Grenjaðarstað jarðsöng hann frá kirkjunni á Þverá. Séra Helgi átti til að vera dálítið ankannalegur í orðum, ekki sízt í útfararræðum.
Útfarardag Magnúsar batt heimilisfólk í Garði hey af engjum, sem mest var stargresi, og var meðal annars flutt heim á gráum áburðarklár. Nokkru síðar kom gestur þar að Garði er verið hafði við jarðarförina. Hann var spurður frétta og sagði þá frá jarðarförinni og meðal annars það, að presturinn hefði tekið svo til orða í líkræðunni: „I dag kveður Magnús sína skrá". Þetta heyrði Þura Árnadóttir föðursystir Sigurðar, sem þá vann að heimili Halldórs bróður síns í Garði, og orti þá vísu:

Þegar Magnús síðsta sinn
sína kvaddi skrána,
stararblauta bindinginn
bundum við á Grána.
Þ.M.

Í tuttugu og fimm vistum: Lýsing á vistum í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu 1848-1885

Úr Alþýðublaðinu 22. tbl. 3. árgangur 1936:
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=63763&pageId=1067019&lang=is&q=Þórarin%20Magnússon

Guðrún Björnsdóttir, sem lesið hefir fyrir ævisögu sína, er þáttur er birtur úr hér á eftir, er fædd á Hrauni í Grenjaðarstaðasókn í Þingeyjarsýslu 29. apríl 1832. Er saga hennar skrásett vestur í Ameríku árið 1916, er Guðrún var 84 ára gömul, og birt í tímaritinu Syrpu 1916: 3. og 4. hefti og 1917: 1. hefti. Fer hér á eftir það, er hún segir um vistir síar, og gefur það góðar hugmyndir um hrakningsvistir vinnuhjúa á síðastliðinni öld og kjör þau, er þeim voru búin.

Tuttugasta og þriðja vist

Fór ég nú nauðug að Halldórsstöðum í Laxárdal eftir þriggja ára dvöl á Kaldbak. Ekki hræddist ég Þórarin Magnússon sem húsbónda, og féll mér vel við þau hjón. Viðurgemingur var góður og nærtgætni við hjúin, að því leyti, sem hægt var, en vinnan var hörð, einkum við að hreinsa engjarnar fram við Laxá, því þær þöktust af grjóti og sandi meira og minna á hverjum vetri, enda
flýðu mörg hjú frá Halldórsstöðum vegna engjahreinsunarinnar. Reitings heyskapur var líka í flóum uppi í Skarðinu, en verst var þó að raka smákann á bökkunum við ána, sem spratt þar eftir að sandurinn og grjótið hafði verið tekið. Í þessari vist varð ég veik og þurfti að leita til læknis, sem sagði mér að veikindin væru af of harðri vinnu, svo eftir þriggja ára veru á Halldórsstöðum varð ég fegin að losna þaðan.

Minningargrein frá Kanada um ekkju Jóns Þórarinssonar, bróður Magnúsar Þórarinssonar

Æfiminning Mrs. Þuríðar Sigurðsson - birtist í Lögbergi 4. febrúar 1915

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=157700&pageId=2190329&lang=is&q=Þórarinn%20Magnússon