08 júní 2009

Í tuttugu og fimm vistum: Lýsing á vistum í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslu 1848-1885

Úr Alþýðublaðinu 22. tbl. 3. árgangur 1936:
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=63763&pageId=1067019&lang=is&q=Þórarin%20Magnússon

Guðrún Björnsdóttir, sem lesið hefir fyrir ævisögu sína, er þáttur er birtur úr hér á eftir, er fædd á Hrauni í Grenjaðarstaðasókn í Þingeyjarsýslu 29. apríl 1832. Er saga hennar skrásett vestur í Ameríku árið 1916, er Guðrún var 84 ára gömul, og birt í tímaritinu Syrpu 1916: 3. og 4. hefti og 1917: 1. hefti. Fer hér á eftir það, er hún segir um vistir síar, og gefur það góðar hugmyndir um hrakningsvistir vinnuhjúa á síðastliðinni öld og kjör þau, er þeim voru búin.

Tuttugasta og þriðja vist

Fór ég nú nauðug að Halldórsstöðum í Laxárdal eftir þriggja ára dvöl á Kaldbak. Ekki hræddist ég Þórarin Magnússon sem húsbónda, og féll mér vel við þau hjón. Viðurgemingur var góður og nærtgætni við hjúin, að því leyti, sem hægt var, en vinnan var hörð, einkum við að hreinsa engjarnar fram við Laxá, því þær þöktust af grjóti og sandi meira og minna á hverjum vetri, enda
flýðu mörg hjú frá Halldórsstöðum vegna engjahreinsunarinnar. Reitings heyskapur var líka í flóum uppi í Skarðinu, en verst var þó að raka smákann á bökkunum við ána, sem spratt þar eftir að sandurinn og grjótið hafði verið tekið. Í þessari vist varð ég veik og þurfti að leita til læknis, sem sagði mér að veikindin væru af of harðri vinnu, svo eftir þriggja ára veru á Halldórsstöðum varð ég fegin að losna þaðan.

Engin ummæli: