08 júní 2009

Þverárskurðurinn á Halldórsstöðum

Úr grein í Óðni 1910 um Magnús Þórarinsson:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=173462&pageId=2290922&lang=is&q=Halldórsstaði

Fyrstu 15 árin var skortur á nægu vatni til að reka vjelarnar með fullum krafti og dró það mjög úr starfsemi þeirra ýmsa tíma árs. Þá var rætt um að taka vjelarnar upp og flytja þær til Húsavíkur; sýslunefndin ræddi ítrekað um það atriði, en treystist að lokum ekki til, að ábyrgjast svo mikið lán, sem Magnús áleit að hann yrði að taka, ef til ílutnings kæmi, og varð því ekki af þeim flutningi. En bót rjeðst á vatnsskortinum á þann hátt, að 1897 fjekk Magnús hallamælingam. Pál Jóakimsson lil þess, að mæla fyrir vatnsleiðsluskurði og grafa hann úr svo nefndri Þverá, er rennur úr Laxárdalsheiði ofan hjá Þverárbænum. Páli lánaðist að leiða vatnið heim í Halldórsstaði, í mörgum krókum, eftir þessum skurði, sem er yfir 1200 faðma langur. í fyrstu kunnu engir að vinna með vjelunum, nema Magnús, og eins og flestar nýungar, þurftú þær alllangan tíma til að vinna sjer tiltrú.

Engin ummæli: