08 júní 2009

Kvæði um Ísland

Ísland


Eg elska þig, mitt ættarland,
með ár og læki, fjöll og dali,
heiðar, ás, hraun og sand,
hjartakæra fósturland.
Indælt ljómar eyjaband
við afarháa dvergasali.
Eg elska þig, mitt ættarland,
með ár og læki, fjöll og dali.

Eg elska þig, ó, Ingólfsgrund,
þú ægi girta landið fríða,
með græna. völlu, laufgan lund,
Ijúfa, fagra sumarstund,
með fossaval og fljót og sund,
fagra skrautið þinna hliða.
Eg elska þig, ó, Ingóltsgrund,
þú ægi girta landið friða.

Göfga, fagra Garðarsey,
glóð í barmi heit þér streymir.
Fjalladrotning, fríð sem mey,
frelsislandið Garðarsey.
Hingað komu fyrstu fley
meðfrjálsa kappa,er sízt þú gleymir.
Göfga, fagra Garðarsey,
glöð í barmi heit þér streymir.

Blessað sértu, ár og öld,
ættarlandið söguríka.
Oft þó blási kylja köld,
og hvítan berir jökulskjöld,
svás þú ert um sumarkvöld;
sjá má hvergi fegurð slíka.
Blessað sértu, ár og öld,
ættarlandið söguríka.

Þú ert, móðir, mér svo kær,
muna-blíð og aðlaðandi.
Meðan heitt mitt hjarta slær
hjá þér dvel eg, móðir kær.
Meðan blómagrund þín grær
og glóey skín á sjó og landi.
Þú ert, móðir, mér svo kær,
muna-blíð og aðlaðandi.

Fylgi hrós og heiður þér,
hjarta kæra feðra móðir.
Meðan nokkur sólu sér
og segulafl þitt bundið er.
í barmi þinum bærast hér
bruna heitar logaglóðir.
Fylgi hrós og heiður þér,
hjarta kæra feðra móðir.

Baldvin Jónatansson.


Birtist í Norðurland, 15. árgangur, 11. október 1915

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=173034&pageId=2289050&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Engin ummæli: