08 júní 2009

Vísa eftir Baldvin. Birtist í vísnaþætti í DV:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=194217&pageId=2601746&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Víst er gott að eiga nóg af vatni, því án vatns er ekkert líf, en sumum flnnst samt að það mætti jafna því betur niður á landshlutana. En víst er um það, að oft yrði lítið úr samræðum fólks bæri veðurfarið ekki á góma, og hætta á ágreiningi, sé það umræðuefnið, er því sem næst engin. En það eru bændur og sjómenn sem eiga mest undir veðurfarinu, enda hefur það orðið mörgum í þeim stéttum yrkisefni. Baldvin Jónatansson, bóndi í Víðaseli í Reykjadal í S-Þing., kvað svo:

Veðurlæti heyrast hér,
himinn grætur stúrinn.
Mál á fætur okkur er
eftir næturdúrinn.

Engin ummæli: