08 júní 2009

Úr erindi, sem Höskuldur Einarsson, fyrrum hreppstjóri i Vatnshorni i Skorradal,flutti og birtist í Tímanum 6. júní 1965:

Um Baldvin Jónatansson og kveðskap hans:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=255722&pageId=3553942&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Þegar Baldvin Jónatansson fluttist frá Holtakoti að Skál í Kinn, þá kvað hann:

Kominn er ég i kvæðaþrot
köldum heims á jöðrum,
þú helvítis Holtakot
hefur rænt mig fjöðrum.

Á Skál kvað hann þetta:

Batnar leið, þó braut sé hál,
bragarusl er þegið,
nú er komið skáld í Skál,
skánar Kinnargreyið.

Þessa vísu eigna sumir Jóhannesi í Fellsseli. Dvöl Baldvins var stutt á Skál, og kvað hann þá:

Fýsir mig að flytja úr Kinn,
fúlum syndarassi,
af því sjálfur andskotinn
er þar nótabassi.

Baldvin var ekki níðskældinn um menn. Eitt sinn bað kunningi hans hann að gera um sig skammavisu. Baldvin færðist undan og taldi, að slíkt ylli vinslitum. Maðurinn fullvissaði hann um, að til slíks kæmi aldrei. Þá kvað Baldvin:

Ýmsa lítur augum Gláms
æru vítis naðra,
ættarskítur, kjaftur kláms
hvefsinn bítur aðra.

Engin ummæli: