29 október 2008

Jarðabók Árna Magnússonar frá 1712 um Halldórsstaði í Laxárdal

Eftir afriti í minnisbókum Þórs Pálssonar eða William Francis Pálssonar:

Bænhús er sagt að hér hafi verið að fornu, og stendur nú skemmukofi. Jarðardýrleiki XI og tíundast fjórum hundruðum. Eigandi hálfrar jarðarinnar Sra. Sigfús Þorláksson í Glæsibæ við Eyjafjörð. Eigandi að hinum helmingnum Mons. Brynjólfur Þórðarson Hlíðarenda.

Ábúandi Hallgrímur Jónsson, Landsskuld 1 # XL # næstliðið ár þar fyrir undir 20 ár 1 # áður 11
#. Betalast eftir proportion með fiskatali í kaupstað hvort sem landsskuld hefir verið meiri eður minni. Fyrir 22 árum iiiii þar fyrir vi. Leigur betalast með smjöri innan héraðs þangað sem tilsagt er. Kvaðir aungvar. Kvikfé iiii kýr L ær

Ásmundur Sölvason - Abraham kemur til fyrirheitna landsins

Ásmundur Sölvason var fyrstur ábúandi á Halldórsstöðum þeirrar ættar er átt hefur Halldórsstaði síðan. Þór Pálsson, eða William Francis Pálsson á Halldórsstöðum hafa líklega skrifað eftirfarandi frásagnir upp eftir frænda sínum Sveini Þórarinssyni. Þetta er skannað úr minnisbókum sem eru í Héraðsskjalasafni Þingeyinga á Húsavík.







28 október 2008

"Skjóttu Magnús, ég er dauður hvort eð er" - sögur af Halldórsstaðafólki

Magnús Ásmundsson var sonur Ásmundar Sölvasonar, sem var fyrstur ábúandi á Halldórsstöðum þeirrar ættar er átt hefur Halldórsstaði síðan. Þór Pálsson, eða William Francis Pálsson á Halldórsstöðum hafa líklega skrifað eftirfarandi frásagnir upp eftir frænda sínum Sveini Þórarinssyni. Þetta er skannað úr bókum sem eru í Héraðsskjalasafni Þingeyinga á Húsavík.

Meðal þess sem sagt er frá er kostuleg veiðiferð Magnúsar hreppstjóra á Halldórsstöðum.





Grein Jónasar Þorbergssonar um skáldið Baldvin Jónatansson

Baldvin Jónatansson skáld var heimilismaður á Halldórsstöðum síðustu æviár sín. Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri og bróðir Hallgríms Þorbergssonar bónda á Halldórsstöðum, skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið um Baldvin.


Grein Gunnars Bjarnasonar um hestinn Redda á Halldórsstöðum

Gunnar Bjarnason skrifaði fallega grein í Lesbók Morgunblaðsins um hestinn Redda á Halldórsstöðum. Greinin bregður um leið nokkurri svipmynd af fólkinu á Halldórsstöðum.



26 október 2008

Meira efni um matarmenningu á Halldórsstöðum

Björg Sigurðardóttir hefur skrifað á vefsíðu sína um Lizzie á Halldórsstöðum og uppskriftir hennar.

Kartöfluuppskrift frá Halldórsstöðum - stóas

Nokkrar útgáfur virðast til af þessari uppskrift. Hér að neðan er ein uppskriftin:

Kartöflur soðnar

Smjör brætt í potti

Bætt við lauki og hann steiktur stundarkorn

Salt og pipar bætt við eftir smekk

Kartöflur skornar í bita og bætt útí

Öllu hrært saman og sítrónupipar bætt við

Ekki verra að bera þetta fram með spæleggi.

18 október 2008

Sýnishorn af orðfæri Halldórsstaðafólks



Dobía: fjöldi, mikið magn (Þarna var dobía af fólki, þarna var dobía af berjum)

Að klukka í e-n: að hnippa í e-n, nefna við e-n

Snerra: átök, rifrildi

Móast (við): þráast við, malda í móinn

Krokulegur: kuldalegur, aumur af kulda („Ósköp var hann Jón nú krokulegur þegar hann kom inn úr kuldanum.“

Að berja: að tína ber („... við fórum í berjamó langt austur fyrir hraun, hituðum okkur þar kaffi og berjuðum vel...“ (úr bréfi Bergþóru Magnúsdóttur til Dýrfinnu Gunnarsdóttur frá Hólmum 30. september 1913))

Afturfararlegur: að líta út eins og að hafa hrakað („Mér brá heldur í brún að sjá hann, því hann var svo afturfararlegur og hrumur að ég ætlaði ekki að þekkja hann...“ (úr bréfi Bergþóru Magnúsdóttur til Dýrfinnu Gunnarsdóttur frá Hólmum 30. september 1913))

Afhýða: hamfletta („Svo sendi ég með Flóru 100 rjúpur í skólann.... og má nú Okta afhýða þær og matreiða.“ (úr bréfi Bergþóru Magnúsdóttur til Dýrfinnu Gunnarsdóttur frá Hólmum 24. nóvember 1914))

Krúkk: uppiskroppa („Nú er ég að verða alveg krúkk (hefur þú aldrei heyrt getið um Adam krúkk“ (úr bréfi Bergþóru Magnúsdóttur til Dýrfinnu Gunnarsdóttur frá Hólmum 24. nóvember 1914))

Upp á mitt hopp og hí: óbundin(n) („...mér leiðist fremur húsmóðurstaðan, ég vil helst vera upp á mitt hopp og hí.“(úr bréfi Bergþóru Magnúsdóttur til Dýrfinnu Gunnarsdóttur frá Hólmum 10. apríl 1914))

Ljót er nú lífsbókin: erfiðir tímar („Jæja, ljót er nú lífsbókin, en við huggum okkur við að „aftur komi vor að liðnum vetri og vaxi nýjar rósir sumar hvert.““(úr bréfi Bergþóru Magnúsdóttur til Dýrfinnu Gunnarsdóttur frá Hólmum 18. janúar 1918))

Krakkatorfhausar: nemendur („Nær væri þér að fara að gifta þig heldur en að kafa eins og föru kerling með stytt pilsið upp að knjám , milli bæjanna þarna í Landeyjunum og kenna krakkatorfhausum, því mér fynst það sá aumasti piparmeyjastarfi

Frílista sig: njóta sín, skemmta sér („...mér líður ágætlega, hefi nóg af öllu, ferðast og frílista mig og vinn svo þess á milli eins og gengur.“ (úr bréfi Bergþóru Magnúsdóttur til Dýrfinnu Gunnarsdóttur frá Hólmum 25. júlí 1919))

Rudd(ur): búin(n), tæmd(ur) („Elsku systir nú fer ég að verða rudd.“ (úr bréfi Kolfinnu Magnúsdóttur til Bergþóru Magnúsdóttur systur sinnar 25. desember 1912))

Rispa: skrifa („...ætla jeg að rispa þjer fáeinar línur...“ (úr bréfi Magnúsar Þórarinssonar til Bergþóru Magnúsdóttur dóttur sinnar 23. maí 1912))

Höggva í e-n: fara fram á við e-n („Í það var jeg að höggva við hana að vera hjá mjer sem mest hún gæti af árinu...“ (úr bréfi Magnúsar Þórarinssonar til Bergþóru Magnúsdóttur dóttur sinnar 23. maí 1912))

Blábuxi: einstaklingur sem hugsar aðeins um vinnu og efnislega hluti

Að vera ekki gerður úr neinum kassafjölum: að vera spunnið í e-n

Hrærispaði: ungur heimilisfaðir sem er duglegur að hjálpa til í eldhúsinu og vinna önnur heimilisverk

Strympinstrump: e-ð (sérstaklega flík) sem ekki fer vel, kauðaleg, púkalegt („Æ, þetta er óttalega strympinstrump“)

Gírug(ur): sólgin(n) („Ekki er ég gírug í selinn“)

Agðaleg(ur): drusluleg(ur) („Óttalega ertu nú agðalegur, greyið“)