08 júní 2009

Nokkrar vísur eftir Baldvin Jónatansson

Birtust í Óðni árið 1933:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=173693&pageId=2293293&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Sýnishorn af tækifærisvísum eftir Baldvin Jónatansson.

Vísa eftir Baldvin og Matth. Joch.
Baldv.: Svanur fagurt sumarlag
syngur á bláum tjörnum.
Matth.: Guð er að bjóða góðan dag
grátnum jarðar börnum.

Græt jeg aldrei gull nje seim,
gæfusuauður maður.
Bráðum fer jeg beiman heim,
hryggur bæði og glaður.

Þótt jeg hafi þráfalt hjer
þröngan skó á fæti,
enginn taka mun frá mjer
mina eðliskæti.

Bliðust glóey bræðir snjó,
brekkur gróa í náðum.
Kveður lóa kát í mó,
kemur spóinn bráðum.

Klakaspangir kveðja foss,
hverfa i fangið bláa,
sól þá langan sumarkoss
setur á dranginn háa.

Ó, jeg fengi inndælt vor,
ekkert þrengi haginn.
Eftir gengin æfispor
aftur lengi daginn.

Syngur lindin svöl og blá,
sumars yndi lofar.
Fyrir vindi fýkur strá
fjallatindum ofar.

Hófagandur hliða má
hraustum brandanjóti,
yfir sand og ísagljá
á Skjálfandafljóti.

Hugsa jeg um hestinn minn —
honum má ei gleyma.
Jeg stakk honum hjerna áðan inn
eins og jeg væri heima.

Aths. Ortar af munni fram við ýms tækifæri

Engin ummæli: