08 júní 2009

Þessa vísu kvað Baldvin að sögn er hann var að slá kirkjugarð:

Ég er að slá með löngum ljá
leiði smá of köldum ná
til að fá mér fáein strá
að fóðra grá klárinn á.

Eitt sinn kom Baldvin að bæ, skaut hestinum í hús og gekk svo til baðstofu og kvað:

Hugsa þarf um hestinn minn,
honum má ei gleyma.
Ég stakk honum hérna áðan inn
eins og ég væri heima.


Birtist í Degi 6. febrúar 1987:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=207584&pageId=2678130&lang=is&q=Baldvin%20Jónatansson

Engin ummæli: