08 júní 2009

Saga af kvæði Þuru Árnadóttur eftir jarðarför Magnúsar Þórarinssonar

Magnús Þórarinsson lézt 19. júlí 1917. Séra Helgi Hjálmarsson á Grenjaðarstað jarðsöng hann frá kirkjunni á Þverá. Séra Helgi átti til að vera dálítið ankannalegur í orðum, ekki sízt í útfararræðum.
Útfarardag Magnúsar batt heimilisfólk í Garði hey af engjum, sem mest var stargresi, og var meðal annars flutt heim á gráum áburðarklár. Nokkru síðar kom gestur þar að Garði er verið hafði við jarðarförina. Hann var spurður frétta og sagði þá frá jarðarförinni og meðal annars það, að presturinn hefði tekið svo til orða í líkræðunni: „I dag kveður Magnús sína skrá". Þetta heyrði Þura Árnadóttir föðursystir Sigurðar, sem þá vann að heimili Halldórs bróður síns í Garði, og orti þá vísu:

Þegar Magnús síðsta sinn
sína kvaddi skrána,
stararblauta bindinginn
bundum við á Grána.

Engin ummæli: