07 nóvember 2008

Gömul kreppuráð

Úr Reykdæla sögu og Víga-Skútu:

7. kafli

Þá gerði vetur mikinn þar eftir hinn næsta og eiga þeir fund Reykdælir að Þverá að Ljóts hofgoða og það sýndist mönnum ráð á samkomunni að heita til veðrabata. En um það urðu menn varla ásáttir hverju heita skyldi. Vill Ljótur því láta heita að gefa til hofs en bera út börn og drepa gamalmenni. En Áskatli þótti það ómælilegt og kvað engan hlut batna mundu við það heit, sagðist sjá þá hluti að honum þótti líkara til að batna mundi ef heitið væri. Og nú spyrja menn hvað það væri en hann sagði að ráðlegra væri að gera skaparanum tign í því að duga gömlum mönnum og leggja þar fé til og fæða upp börnin. Og svo lauk nú þessu máli að Áskell réð þó að margir menn mæltu í móti í fyrstu. Og öllum þeim er réttsýnir voru þótti þetta vera vel mælt.

Reykdæla saga og Víga-Skúta

Engin ummæli: