07 nóvember 2008

Draumur Sigríðar Þórarinsdóttur um son sinn Þórarinn Magnússon

Úr minnisbókum William Francis Pálssonar eða Þórs Pálssonar (eftir Sveini Þórarinssyni föðurbróður þeirra):

... Þá var það eitt sinn skömmu áður en Sigríður fæddi sitt fyrsta barn, að hana dreymdi að hún væri stödd út á hlaði, sér hún þá koma bjarndýrshún ofan af heiðinni, stefna heim að bænum, fer hún þá inn í baðstofu og í rúm sitt, kemur þá bjarndýrshúnninn á eftir henni inn í baðstofuna og sest þar og horfir á hana. Við það vaknar hún. Nokkru síðar fæðir hún frumburð sinn Þórarinn. Réð hún draum sinn svo að húnninn væri fylgja barnsins, sem væri að heimsækja hana, var síðan talið að húnn fylgdi Þórarni. Það var almenn trú á þeim dögum, og allt fram um síðustu aldamót, að eitthvað fylgdi öllum mönnum, annaðhvort svipur einhvers framliðins manns eða dýrs. Þóttist fólk oft verða vart fylgjunnar, fyrir komu þeirra er hún átti að fylgja, einkum í svefni.

Þórarinn Magnússon

Engin ummæli: