08 nóvember 2008

Hjónin Jón Jónsson og Sigríður Þórarinsdóttir

Sigríður Þórarinsdóttir var dóttir Þórarins Magnússonar og systir Magnúsar Þórarinssonar sem núverandi Halldórsstaðafólk telur ættir sínar til. Hún var fædd á Bessastöðum í Skagafirði 21. júlí 1844 og dó á Halldórsstöðum 18. mars 1917. Jón Jónsson maður hennar var fæddur í Máskoti 14. apríl 1834 og dó í Geitafelli 5. nóvember 1869. Þau giftust 1864 og áttu saman fjögur börn; Þuríði, Þórarinn, Jón og Guðrúnu.
Málverkin af þeim hjónum eru eftir Arngrím Gíslason málara, sem síðar tók saman við ekkjuna Sigríði og átti með henni eina dóttur, Júlíu.

Sigríður Þórarinsdóttir


Jón Jónsson

Engin ummæli: