17 nóvember 2008

Af Bergþóru Magnúsdóttur og Guðrúnu móður hennar

Úr góðri bók Matthíasar Viðar Sæmundssonar um Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey:

"Kannski hefur móðurinni [Bríeti Bjarnhéðinsdóttur] verið hugsað til Guðrúnar, yngri systur sinnar á Halldórsstöðum í Laxárdal, sem hún fékk bréfnefnu frá daginn áður. Litla stúlkan hennar, Bergþóra, braggaðist vel, var búin að taka fjórar tennur og farin að segja mamma og baba. Bríet ætlaði að útvega Guðrúnu laglegan kjól handa telpunni, þegar hún kæmist á fætur, en varð svolítið hugsi yfir spurningum systur sinnar. "Hvernig þikir fallegast að hafa sokka á krakka fyrir sunnan?" spyr hún í bréfinu. "Eru þeir eins á drengi og stúlkur?""

Engin ummæli: