01 nóvember 2008

Arngrímur Gíslason málari og merki Reykdæla

Í Morgunblaðinu 23. júní 1914 má finna grein um sögu íslenska fánamálsins. Þar kemur fram að Arngrímur Gíslason málari, sem um tíma bjó á Halldórsstöðum, og málaði myndir af heimilisfólki þar, bjó til merki Reykdæla. Það var "...3 álnir á lengd en 2 álnir á breidd, með fálkamynd í fullri stærð. Í efra horninu við stöngina var máluð mannshönd, sem hélt utan um skaft á hamri, og mun það hafa átt að tákna Þór með hamarinn Mjölni. Í neðra horninu sama megin voru líkar myndir og á titilblaðinu á Friðþjófssögu (dreki, fugl, skjöldur, sverð, öxi og atgeir). Í efra horninu að framan var rauður kross með svörtum jaðri á eina hlið, en kringum hann sem geislar stöfuðu út frá sólu; en í neðra horninu var mynd af letraðri bók, er tákna skyldi biblíuna og reis, og reis hún upp við mynd af ljósastjaka með kerti í og logandi ljósi. Á miðri veifunni uppi yfir fálkanum stóðu stafirnir »Island«, og neðan við myndina »1000«. Sams konar veifu höfðu Mývetningar."









Engin ummæli: