10 júní 2009

Það er talið sem satt, að Kristján heitin hafi þá verið kenndur af brennuvíni...

Birtist í Norðra 7-8 tbl. 1855:


...Aðfaranóttina þess 12. f. m. varð Kristján bóndi Sveinsson á Kasthvammi í Laxárdal í Þingeyjarsýslu úti þar á heimleið frá Presthvammi, sem er næsti bær utan Kasthvamm. Það er talið sem satt, ab Kristján heitin hafi þá verið kenndur af brennuvíni, en honum þá, eins og
fleirum í þeim kríngumstæðum, gjarnt til svefns og að setjast að...


http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138346&pageId=2035718&lang=is&q=Laxárdal

09 júní 2009

Kvæði um Laxárdal eftir F. Hjalmarsson

Kvæði um Laxárdal eftir F. Hjalmarsson (birtist í Lögbergi 29. ágúst 1946)


LAXÁRDALUR

Lít eg salinn Laxárdal,
lýðs er kala felur.
Þetta dala djásn og val,
drós og hal uppelur.
Dalsins háu hlíðum frá
hrauns um gráann kögur,
niðar áin út í sjá,
álits blá og fögur.

Afmælisgrein um Jón Pétursson á Auðnum áttræðan

Eftir Indriða Indriðason. Birtist í Tímanum 21. september 1946:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=57295&pageId=1003552&lang=is&q=Laxárdalur